Megin þorri þeirra sem eru á vinnumarkaði í dag tilheyra 3 kynslóðum. Elst er eftirstríðsárakynslóðin eða svokallaðir (baby boomers), fólk sem er fætt á bilinu 1946 til 1964. Síðan er það X-kynslóðin sem kemur fram seinna á sjötta áratugnum og nær fram til 1979. Síðast er það síðan Y-kynslóðin sem stundum er líka nefnd þúsaldarkynslóðin eða upp á enska tungu Millenials. Þetta er fólk fætt upp úr 1980 fram undir 2002.
Þegar fólk úr þessum kynslóðum er spurt hvort að það telji sig frumkvöðla og hvort það hafi frumkvöðla hugsun þá eru 32% af Y-kynslóðinni sem telja að svo sé. 41% af X-kynslóðinni og 43% af Eftirstríðsárakynslóðinni.
Þetta er mjög áhugavert fyrir stjórnendur dagsins í dag því frumleiki og frumkvæði eru klárlega einn af þeim þáttum sem litið er eftir þegar verið er að leita að starfskrafti og hingað til hefur almennt verið talið að þeir sem yngri eru hafi þessa kosti frekar en þeir sem eldri eru.
Heimild: Monster Worldwide, Inc.