Í mjög viðamikilli alþjóðlegri könnun þar sem meðal annars var verið að meta hvað það væri sem hefði mest áhrif á tryggð starfsmanna kom eftirfarandi í ljós. Spurt var „Nefndu einn þátt sem hefur mest áhrif á tryggð þína við vinnuveitanda.“

27% nefndu laun og fríðindi

21% nefndu góðann yfirmann og samstarfsmenn

21% nefndu að fá viðurkenningu fyrir verk sín

20% nefndu ögrandi og áhugaverð verkefni

11% nefndu tækifæri til vaxtar

Heimild: Monster Worldwide, Inc.

Fyrirfram hefði maður haldið að laun og fríðindi væru stærri hluti en 27% af heildinni. Öll hin atriðin eða 73% af ástæðum þess að starfsfólk heldur tryggð við vinnuveitendur sína eru atriði sem góður leiðtogi á að hafa til brunns að bera.  Ef svo er ekki á einhverju sviði er auðvellt að þjálfa þessa eiginleika upp.