Í samskiptum fólks eru ávallt tveir pólar. Sendandinn eða sá aðili sem á upptökin að boðunum sem senda á og síðan móttakarinn eða viðtakandinn sá sem nemur skilaboðin. Samskipti og samskiptafærni er sífellt að verða mikilvægari í viðskiptum. Á síðustu árum hafa verið að koma fram mjög athyglisverðar niðurstöður úr ýmsum rannsóknum sem hafa verið framkvæmdar á samskiptum. Hér eru nokkrar þeirra sem hafa vakið athygli mína.
1. Í munnlegum samskiptum er talið að allt að 30 prósent af þeim upplýsingum sem ætlað er að koma til skila tapist strax við sendingu áður en reynir á hæfni viðtakandans að taka við boðunum.
2. Þegar samskipti eru skrifleg þá tapast hluti af tilgangi eða meiningu skilaboðanna strax í í sendingu eins og þegar skilaboð eru munnleg.
3. Minni okkar virðist líka vera mjög götótt þegar kemur að því að varðveita upplýsingar um þau samskipti sem hafa átt sér stað. Rannsóknir hafa sýnt að aðeins rétt um 50 prósent af samskiptum sitja eftir í minni okkar af því sem hefur verið sent til okkar.
4. Nokkrir aðilar hefa reynt að rannsaka hvernig þetta gloppótta minni okkar hefur áhrif á skilaboð æðstu stjórnenda til undirmanna sinna. Þessar athuganir hafa leitt líkum að því að einungis 20 prósent af upphaflegum skilaboðum æðstu stjórnenda skila sér niður ef farið er í gegnum 5 lög í lagskiptum skipulagsheildum. 5 lög eru ekki óalgeng í stærri íslenskum fyrirtækjum.
5. Það hefur líka verið reynt að rannsaka hvernig tími okkar í samskiptum dreifist milli ólíkra samskiptaleiða. Samkvæmt þessum könnunum notum við u.þ.b. 10 prósent af tíma okkar í skriftir, 15 prósent í lestur, 35 prósent í að tala og 40 prósent í að hlusta.
6. Ýmsir fræðimenn hafa reynt að ná utan um þetta gloppótta minni okkar með því að kortleggja hvað við munum helst og best. Einn af þeim er D. G. Treichler samkvæmt hans kenningum munum við:
10 prósent af því sem við lesum,
20 prósent af því sem við heyrum,
30 prósent af því sem við sjáum,
50 prósent af því sem við heyrum og sjáum,
70 prósent af því sem við segjum,
90 prósent af því sem við tökum okkur fyrir hendur og upplifum.
En að sjálfsögðu er svona framsetning alhæfing að einhverju leiti sem ekki er hægt að yfirfæra á alla. Hér er önnur grafísk framsetning á þessu frá NTL Insitute.