TO-DO listinn

TO-DO listinn

 

 

Hér eru svo nokkur atriði sem gott er að reyna að koma í verk daglega til að vaxa og dafna sem einstaklingur og leiðtogi.  Þessi atriði eru ekki í áherslu röð heldur bara svona eins og þau detta upp í hugann.

 

1. Athugaðu hvernig hverjum og einum aðila í þínu liði gengur og hvort eitthvað sérstakt standi í vegi fyrir því að þeir nái markmiðum sínum. (Þetta á að vera stutt og hnitmiðað og ekkert tengt micromanagement).

2. Lestu eitthvað tengt þínu fagi daglega.

3. Tæmdu inboxið þitt daglega og passaðu að svara strax öllu því sem tekur minna en 2 mínútur. Annað fer inn í dagbókina, áframsendist annað eða fer beint í ruslakörfuna.

4. Farðu yfir 5 helstu markmið þín og spurðu þig þessarar spurningar „Hvað get ég gert í dag til þess að færast einu skrefi nær þessu markmiði?“. Settu þessi skref á verkefnalista dagsins.

5. Vera þakklát/ur fyrir allt sem þú hefur áorkað og þér hefur verið gefið.

6. Muna að sýna fólkinu þínu áhuga, t.d. með því að ræða um málefni sem ekki tengjast vinnunni smá stund reglulega.

7. Að sjálfsögðu brosa og hrósa fyrir það sem vel er gert.

Eigðu góðan dag!