Það er athyglisvert nú í upphafi ársins að skoða upplýsingar um verð á raforku í nágrannalöndum okkar.  Á Nordpool markaðnum fer fram sala á raforku til dreifingaraðila og stórnotenda á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum.

Meðalverð á raforku á Nordpool markaðnum á árinu 2015 var tæplega 21 Evra á megawattstund.  Það jafngildir um 23 bandaríkjadölum á hverja megawattsstund ($/MWst).  Norðmenn nota Nordpool markaðinn mikið fyrir sín viðskipti með raforku.  Verðið í Noregi er reyndar yfirleitt örlítið lægra en meðalverðið á markaðnum.  Því til viðbótar fá stórir notendur, t.d. álver og kísilver sérstakan afslátt af sínu rafmagni sem nemur 4-5 dölum á MWst.  Heildar raforkukostnaður álvera og kísilvera í Noregi, sem kaupa orku skv. Nordpool var því 18-19 $/MWst á síðasta ári.

Það er áhugavert að bera þetta saman við íslenska markaðinn.  Skv. Landsvirkjun var  meðalverð raforku til iðnaðar um 26 dalir árið 2014.  Ef tekið er tillit til lækkana sem verið hafa á heimsmarkaði með ál á árinu 2015 má gera ráð fyrir því að meðalverð Landsvirkjunar fyrir árið 2015 hafi verið 24 – 25 $/MWst á síðasta ári

Samkvæmt þessu var meðalverð á raforku til iðnaðar 25-40% hærra á Íslandi en í Noregi á síðasta ári.

Upphafleg birting: ttps://vg.blog.is/blog/pistlar/entry/2165724