CoachÉg fékk þessa spurningu um daginn eftir að ég var búin að neita spurningu um hvort ég starfaði sem markþjálfi.

Ég er hæfnisþjálfari, ég vinn eftir fyrirfram mótuðum ferlum sem miða að því að gera hvern og einn einstakling sem þjálfunar nýtur, hæfari og betri leiðtoga. Við eigum mörg í vandræðum með hluti eins og tímastjórnun, markmiðasetningu (bæði persónulega og vinnulega), forgangsröðun verkefna, samskipti, hvatningu, og það að segja NEI svo einhver atriði séu nefnd.

Þetta snýst að miklu leiti um að brjóta gamla vana og taka upp nýja.