Í upphafi setjumst við niður til að ákvarða nákvæmlega að hverju þú vilt stefna. Þessi markmið eru síðan driffjöðrin á bakvið árangursleit okkar. Þegar búið er að skilgreina markmiðin vinnum við saman að því að átta okkur á hvaða hegðun þarf að breyta til að ná markmiðunum. Þar að auki aðstoðum við þig við að skilgreina hvernig þú þarft að vinna með starfsfólkið þannig að það nái líka að tileinka sér þá færni og þekkingu sem þarf til að ná markmiðunum.
Gæði hverrar stofnunar eða fyrirtækis er aldrei meiri en gæði þess starfsfólks sem þar vinnur. Oft vita stjórnendur fyrirfram hvaða breytingar þarf að gera en vantar að setja af stað ferlið sem kemur þessum breytingum í framkvæmd. Langir fyrirlestrar og langvarandi málþing skila ekki þessum breytingum. Endurteknir fundir sem dreifast yfir lengri tíma og breytingaferli innan hópsins, sem styður þátttakendur í að ná nýrri færni og breyttri hegðun, er lykillinn að árangri með aðferðum LMI.
Þegar búið er að setja niður markmiðin í fyrirtækinu, er farið af stað með breytingaferli í 5 þrepum:
Þrep 1 Þátttakendur koma inn í umbótastarfið
Út frá markmiðunum eru valdir þeir starfsmenn sem skipta máli fyrir viðkomandi verksvið. Hverjir eru lykilstarfsmenn, þar sem gerðir þeirra eru ákvarðandi fyrir þann árangur sem þið viljið ná?
Þrep 2 Staðan metin
Með viðmið af markmiðunum er ákveðið hvaða frammistöðuatriði þarf að taka upp til umræðu.
Hvernig er frammistaðan núna?
Hver er munurinn á því sem æskilegt er og þess sem nú er gert?
Þrep 3 Nýjar aðgerðir innleiddar
Útbúin er aðgerðaáætlun til að virkja fólk með í breytingarnar.
Hvaða aðferð á að beita til að mæla árangur?
Jafnóðum er fylgst með framförum.
Þrep 4 Breytt hegðun
Finnið þau atriði sem skipta máli ef árangur á að nást
Finnið lykilatriðin
Þjálfið upp breytta hegðun sem leiðir til framleiðniaukningar í daglegu starfi
Þrep 5 Miðla árangrinum
Staðfestið árangurinn með föstum viðmiðum og mælingum
Skoðið hvort þörf er fyrir áframhaldandi breytingar
Innleiðið þær breytingar sem þörf er á
Að ná árangri með aðgerðaáætlun
Þegar við höfum stutt stjórnendur og almenna starfsmenn, við að setja sér skýr og mælanleg markmið, aðstoðum við þá við að skoða hvaða hegðunaratriði eða vinnuvenjur þurfa að breytast til að þessum markmiðum verði náð. Breytingarnar og þær aðferðir sem beita þarf til að koma þeim í framkvæmd verða að heildstæðri aðgerðaáætlun. Þátttakandinn byrjar strax að vinna eftir aðgerðaáætluninni til að ná þeim árangri sem hann óskar.
Þegar þjálfunarferlið nær yfir lengri tíma hefur það ýmsa góða kosti. Það er staðreynd að fólk lærir mest með því að nota nýja þekkingu í verki. Það er þekkt að allt að 80% af því sem þú heyrir einu sinni gleymist fljótt. Í LMI þjálfuninni færa þátttakendur strax þá vitneskju sem þeir hafa öðlast yfir í verklega framkvæmd og nýjum aðgerðum er strax beitt á dagleg verkefni.
Á skömmum tíma ná þátttakendur að þróa með sér nýja og breytta hegðun. Ný hegðun til framtíðar sem styrkist með daglegri æfingu. Til að festa námið í sessi fylla þátttakendur þar að auki út endurmatsblöð og árangurinn er reglulega mældur.
www.herkill.is