Af hverju hafa sumir meiri trú á sjálfum sér en aðrir? Hversvegna gengur sumum vel, á meðan öðrum gengur verr. Er sjálfsöryggi okkar eitthvað sem er innbyggt eða er þetta færni sem við getum lært?
Sem stjórnendaþjálfari verð ég var við að stór hluti af því sem ég er að aðstoða viðskiptavini mína með, er byggja upp trú á eigið ágæti. Styrkja sjálfsmynd þess sem er í þjálfun. Allir takast á við efasemdir um eigið ágæti á einhverjum skeiðum lífsins. Það sem skilur á milli er hæfileiki einstaklinganna til þess að átta sig á eigin ótta og setja sér markmið um aðgerðir til þess að vinna gegn neikvæðum hugsunum.
Það er skýrt einkenni þeirra sem njóta velgengni að hugsanir og framkoma gagnvart öðrum einkennast af jákvæðum þankagangi. Þeir setja sér persónuleg markmið og eru fljóti að grípa til aðgerða.
Það eru nokkur einkenni sem einkenna þessa aðila. í fyrsta lagi má sjá í fari þeirra einbeitni og aðgerða gleði. Í öðru lagi setja þeir sér skrifleg mælanleg markmið. Í þriðja lagi jákvætt hugarfar.
Sjálfsmynd okkar þróast úr blöndu af viðhorfum, gildum, minningum, fyrri reynslu, og áhrifum úr umhverfinu. Við erum raunverulega það sem við hugsum. Ef við höfum ekki trú á sjálfum okkur er mikið mun líklegra að við förum að upplifa hluti eins og frestunaráráttu, slæmar ákvarðanir, lítinn áræðanleika, og jafnvel upplifum við okkur sem fórnarlömb. Svo eru líka dæmi um að einstaklingar með lítið sjálfsálit fari algerlega fram úr sjálfum sér við að undirbúning aðgerða eða þeir eru eirðarlausir vegna hræðslu við mistök.
Hvað getum við gert til þess að vinna á móti þessum tilfinningum? Við getum gripið til jákvæða aðgerða og ögrað óttanum sem jafnan lamar okkur. Óttanum sem jafnan fylgir hamlandi atferli.
Góðu fréttirnar eru þessar. Neikvæðu viðhorfi og hugsunum er auðveldlega og nokkuð hratt hægt að breyta. Það snýst að verulegu leiti um hvatningu einstaklingsins og síendurteknum staðfestingum (e. affirmations) ásamt vilja hans til þess að reyna að breyta. Sumir eiga erfitt með þetta, hafa tilfinningu fyrir því að staðfestingarnar séu ekki ekta eða sannfærandi.
Þetta er samt kraftmikil mjög góð leið til þess að hefja þetta breytingaferli frá neikvæðni til jákvæðni. Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirleitt þegar neikvæðar hugsanir setjast að í huga okkar þá hefur ekkert breyst í umhverfinu nema sýn okkar og viðhorf. Við höfum misst sjónar á það sem við ætlum að áorka og í staðin höfum við leyft efa og neikvæðum hugsunum að taka völdin.
Hvað er hægt að gera ef að markmiðið virðist algerlega óyfirstíganlegt?
Grípa til aðgerða! Framtakssemi er ávallt góð því að hún ýtir á breytingar. Breytingar eru megin farvegur þess krafts sem þarf til að brjóta niður gamla ávana og yfirstíga takmarkandi hugsanir. Hér skiptir öllu að brjóta niður markmiðið sem við fyrstu sýn virðist óyfirstíganlegt í eins marga viðráðanlega hluta og frekast er unnt. Þannig verður það viðráðanlegt og þú nærð að fikra þig áfram í rétta átt smátt og smátt.
Þú getur líka fengið hæfnis þjálfara til þess að aðstoða þig við að hluta niður markmiðið og yfirvinna óttann við að grípa til aðgerða, óttann sem sem hefur svo lamandi áhrif.
Talið er að ríflega 90% þess sem við óttumst verði aldrei að veruleika. Það eru því minna en 10% líkur á því að ótti þinn raungerist. Vitneskjan um það ætti að auðvelda þér að taka ákvörðun um næstu aðgerðir í átt að metnaðarfullum markmiðum þínum.
Skoðaðu því hugann og skiptu um skoðun. Það að vera jákvæður einstaklingur er fyrst og fremst ákvörðun.
Gangi þér vel