Toyota hefur tilkynnt að fjótlega verði bílar frá þeim útbúnir sérstakri mottu á mælaborðinu þar sem mögulegt verður að hlaða farsíma þeirra sem eru að ferðast með bílnum þráðalaust. Með þessu er japanski framleiðandinn að reyna að skapa sér sérstöðu á markaði.
Sérfræðingar eiga von á því að aðrir bifreiðaframleiðendur fylgi fljótt eftir með sambærilegar lausnir.