Þú hefur líklega tekið eftir því að sumt fólk kemur ótrúlega miklu í verk og er á sama tíma ótrúlega yfirvegað og afslappað. Það eru nokkur atriði sem að einkenna þetta fólk sem gaman er að benda á hér.
1. Forgangsraðaðu
Vertu viss um hvað þú vilt fá út úr lífinu og forgangsraðaðu samkvæmt því. Notaðu tímann þinn skynsamlega. Vertu óvægin í því að ýta frá þér því sem ekki styður við markmið þín og gildi.
2.Veldu afköst.
Við gerum ekki allt vel sem við tökumst á hendur. Hinsvegar veitir það okkur meiri ánægju og lífsfyllingu að gera vel og við erum yfirleitt fljótari að gera hluti sem við þekkjum eða höfum færni í. Ekki taka að þér hluti sem þú ert lengi að ná tökum á. Stjórnaðu lífi þínu á þann hátt að þú uppfyllir væntingar þínar. Lærðu að segja NEI við tækifærum sem eru í raun utan við langanir þínar og þrár. Lifðu lífinu eftir þínu höfði en ekki annarra.
3. Hafðu stjórn á tímasóun
Samfélagsmiðlar, fjölskyldan, vinir, og samstarfsmenn eru allt aðilar sem geta sóað þínum tíma umtalsvert ef þú leyfir það. Mundu að úthluta tíma í það sem skiptir þig mestu máli fyrst. Taktu ákvörðun um að takmarka þau samskipti sem ekki styðja við áform þín og markmið. Samfélagsmiðlarnir eru stundum eins og svarthol, soga til sín óhemju magn tíma án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Samfélagsmiðlana áttu að nota með sama hætti og önnur verkfæri í kistunni þinni til þess að styðja við markmið þín og gildi.
4. Svo lengi lærir sem lifir
Vissulega tekur tíma að fræðast og læra, en það er sá tími sem þú ert að þroskast sem einstaklingur og persóna. Tíma sem í lang-flestum tilfellum er vel varið. Það eru sífellt að koma fram nýjar aðferðir sem oft eru mjög hjálplegar í því að ná betri stjórn á eigin tíma og aðgerðum. Reyndu þær óhikað ef þær henta fínt. Ef ekki losaðu þig við þær strax.
5. Litlir sigrar á hverjum degi
Það er alveg ótrúlega mikilvægt fyrir litla sjálfið að vanda sig við ToDo listana sína. Uppfæra þá reglulega og merkja við allt það sem þú nærð að afkasta. Það að merkja við atriði á listanum er í raun lítill sigur sem verður smátt og smátt að stóru afreki þegar lagt er saman.