Allt markaðs- og auglýsingafólk fylgist ávallt með þeim auglýsingum sem birtast í hálfleik á Super bowl. Nú brá svo við að Pale Dot Voyage auglýsingastofan framleiddi mjög beitta auglýsingu fyrir Sodastream þar sem spjótum er beint að risunum Kók og Pepsi vegna þess gríðarlega magns af plastföskum sem árlega þarf að farga.

Talið er að 14 milljarðar flaskna fari í landfyllingar á mánuði vegna gosdrykkja neyslu í Bandaríkjunum einum saman. Sodastream er að veðja á umhverfisvitund neytenda því þeir sem nota Sodastream endurnýta sömu flöskuna aftur og aftur.

CBS sjónvarpsstöðin neitaði að birta þessa auglýsingu þar sem hún þótti vera of árásargjörn gagnvart Kók og Pepsi sem áratugum saman hafa verið einir helstu auglýsendur og styrktaraðilar CBS.

Hér er auglýsingin sem CBS neitaði að birta