Hvernig getur maður aukið hamingju sína? Líkast til er þetta sígillt viðfangsefni. Það er þó ein aðferð sem virðist vera að sanna sig á þann hátt að þeir sem reyna segjast finna umtalsverðan mun til hins betra á eigin hamingju. Þessi aðferð er eignuð Martin Seligman prófessor við University of Pennsylvania.
Aðferðin er svona:
Á hverju kvöldi, næstu vikur, áður en þú ferð að sofa skalltu taka frá 10 mínútur. Notaðu þær til þess að skrifa niður þrjú atriði sem gengu vel þennan dag. Það skiptir ekki máli hvort þú notar handskrifaða dagbók eða tölvuna þína. Aðalatriðið er að þú hafir greiðann aðgang að því sem þú skrifar og það sé tekið saman á einn stað. Þessi þrjú atriði þurfa ekki að vera stór eða algerlega einstök.
Við hliðina eða í framhaldi á hverju atriði sem þú skrifar niður skalltu síðan svara spurningunni „Hversvegna gerðist þetta?“ Tökum dæmi: Konan mín kom við á leiðinni heim og keypti handa mér ís af því að hún er svo yndisleg og hugulsöm alltaf þessi elska.
Það má vera að þér þyki skrýtið að skrifa daglega um jákvæða upplifun hvers dags. Reyndu að halda þetta út svolítinn tíma, þetta verður smátt og smátt auðveldara. Það er sagt að það taki 30 endurtekningar að búa til vana. Ef þér tekst það með þetta litla verkefni eru allar líkur á að þér líði mun betur og hamingjan brosi við þér. Hættan liggur í því að maður verður háður þessu.