Nýjustu tölur frá jólavikunni sem rannsóknarfyrirtækið Flurry gefur út 2012 sýna að 1,76 milljarður smáforrita (öpp) fyrir iOS og Android stýrikerfin voru hlaðin niður vikuna fyrir jól. Þetta er 50% aukning frá fyrra ári. Væntanlega hafa margir fengið eitthvað snjallt í jólapakkann sinn frá sveinka um þessi jól og því þurft að bæta við snjöllum forritum.