Ekki ýkja langt síðan að þessi tegund var í notkun

Notendur Facebook í Norður Ameríku geta nú hringt frítt með iPhone símum í gegnum VoIP (netsíma) tækni. Facebook hefur verið að reynsluprófa þessa tækni síðustu vikur og er þjónustan þegar komin í gang í Kanada og fer í gang á næstu dögum í Bandaríkjunum.

Þetta þýðir að notendur FB geta hringt í vini sína á FB frítt ef þeir eru nettengdir.  Þetta er önnur stóra breytingin á þjónustuframboði FB á stuttum tíma en fyrir örfáum dögum kynntu þeir Graph Search.

Zuckerberg og félagar vilja meina að öll samskipti (einnig talað mál) eigi að vera hluti af þjónustu Facebook.

Nánar má kynna sér þetta m.a. á þessum slóðum.

http://www.theverge.com/2013/1/16/3883538/facebook-launches-free-calling-in-messenger-for-iphone-us

http://www.fastcompany.com/3004874/facebook-rolling-out-free-phone-calls-us-iphone-users

 

[Image by Flickr user zigazou76]